ALLT TIL JÓLA
Í þessari hlýlegu og leikandi jólaauglýsingu fyrir Krónuna, sem leikstýrt var af Magnúsi Leifssyni og framleidd af Republik, hittum við Krónuvinina — litríkar persónur sem endurspegla fjölbreytileika viðskiptavina verslunarinnar. Hvort sem þú tengir við Grænavænu, Tilboðsþef eða Körfukíkir, þá er alltaf pláss fyrir þig í jólaskapi Krónunnar.
Ég sá um klippinguna þannig að hver týpa fengi að njóta sín á sínum eigin forsendum — með gleði, hlýju og jólaanda í fyrirrúmi.